Ferill 690. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1386  —  690. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um kostnað ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.

    

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í ráðuneytinu og undirstofnunum þess? Svar óskast sundurliðað fyrir ráðuneytið og hverja undirstofnun og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.

    Í meðfylgjandi töflu er að finna upplýsingar um greiddan kostnað ráðuneytisins og stofnana sem undir það heyra á árunum 2014–2018 vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði. Fram til ársins 2017 voru eignaleyfi keypt vegna notkunar á Microsoft Office-hugbúnaði, í tilviki ráðuneytisins, óbyggðanefndar og ríkislögmanns, en frá 2017 hafa leyfisgjöld verið greidd samkvæmt samningi Rekstrarfélags Stjórnarráðsins við Microsoft, svonefndur Microsoft E3-samningur. Í tilviki umboðsmanns barna voru eignaleyfi í notkun til ársins 2018. Leyfi til notkunar á Windows-stýrikerfinu fylgir PC-tölvum sem keyptar hafa verið, svokölluð OEM-leyfi, og er almennt ekki greitt sérstaklega fyrir þau.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.