Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1439  —  633. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum (gjald fyrir þinglýsingar með rafrænni færslu).

(Eftir 2. umræðu, 6. maí.)


1. gr.

    Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrir þinglýsingu með rafrænni færslu skal greiða 1.500 kr.

2. gr.


    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. skal greiða 2.500 kr. fyrir þinglýsingu með rafrænni færslu fram til 1. janúar 2020.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.