Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1462  —  393. mál.
3. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um þungunarrof.

Frá Halldóru Mogensen.


    13. gr. orðist svo:
    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar, nr. 25/1975:
     a.      2. tölul. 2. gr. laganna fellur brott.
     b.      6. gr. laganna fellur brott.
     c.      II. kafli laganna, Um fóstureyðingar, fellur brott.
     d.      24. og 25. gr. laganna falla brott.
     e.      Orðin „og sjá um, að á sjúkrahúsum ríkisins sé hægt að framkvæma þær aðgerðir, sem lögin gera ráð fyrir, sbr. þó 15. gr.“ í 26. gr. laganna falla brott.
     f.      28. gr. laganna fellur brott.
     g.      1. mgr. 29. gr. laganna fellur brott.
     h.      30. og 31. gr. laganna falla brott.
     i.      Heiti laganna verður: Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir.