Ferill 760. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1463  —  760. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um kostnað vegna læknisaðgerða.


     1.      Hver var árlegur heildarkostnaður ríkisins árin 2010–2018, reiknaður til núvirðis, vegna læknisaðgerða á íslenskum ríkisborgurum sem voru framkvæmdar erlendis sökum langra biðlista hér á landi?
    Meðfylgjandi er yfirlit yfir raunkostnað erlendis vegna biðtímaaðgerða. Spurt er um árlegan heildarkostnað ríkisins árin 2010–2018. Bent er á að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hófu ekki greiðslur vegna þessara mála fyrr en á árinu 2015. Vísað er til eftirfarandi taflna sem sýna kostnað SÍ. Rétt er að taka fram að um heildargreiðslur vegna meðferða er að ræða þar sem innifalinn er meðferðar-, ferða- og uppihaldskostnaður. Þar sem kostnaður ríkisins er tekinn saman í heildarkostnað við hverja ferð er ekki mögulegt að reikna til núvirðis kostnað ríkisins einungis vegna læknisaðgerðanna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hver hefði kostnaður ríkisins orðið vegna þessara sömu aðgerða hefðu þær verið framkvæmdar á Íslandi?
    Út frá upplýsingum um kostnað vegna meðferða erlendis (vegna biðtíma) frá Sjúkratryggingum Íslands er einungis hægt að álykta á ákveðnu verðbili hvað sambærilegar aðgerðir
hefðu kostað hér á landi og miðast það mat við verð úr DRG-verðskrám Landspítala áranna 2015–2018. Kostnaðurinn er sýndur á verðlagi hvers árs.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.