Ferill 903. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1517  —  903. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um endurgreiðslur ferðakostnaðar frá Sjúkratryggingum Íslands.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hve margir einstaklingar fengu ferðakostnað vegna sjúkdómsmeðferðar á höfuðborgarsvæðinu endurgreiddan á grundvelli reglugerðar nr. 871/2004 um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innan lands á árunum 2017 og 2018? Hver var heildarfjárhæð þessara endurgreiðslna?
     2.      Hve margir einstaklingar fengu ferðakostnaðinn greiddan vegna sjúkdómsmeðferðar utan höfuðborgarsvæðisins og hver var heildarfjárhæð þeirra endurgreiðslna?
     3.      Hvernig skiptast fjárhæðir endurgreiðslnanna og fjöldi þeirra eftir sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.