Ferill 915. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1537  —  915. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um humarveiðar.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver var árlegur fjöldi skipa sem stunduðu humarveiðar á árunum 2000–2018?
     2.      Hver var þróun á vélarafli og togkrafti skipa sem stunduðu humarveiðar á fyrrgreindu árabili?
     3.      Hver var þróun í stærð, þunga og gerð veiðarfæra við humarveiðar á sama árabili?
     4.      Hafa stjórnvöld hvatt til breyttra aðferða við veiðar á humri, svo sem að teknar verði upp gildruveiðar í stað togveiða?


Skriflegt svar óskast.