Ferill 916. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1538  —  916. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um brottkast og meðafla við hrognkelsaveiðar.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hver var skráður meðafli við hrognkelsaveiðar á vertíðunum 2015–2018, flokkað eftir vertíðum, fisktegundum og sömu svæðaskiptingu og notuð er í stjórn strandveiða?
     2.      Hversu mörg mál komu til meðferðar hjá stjórnvöldum vegna gruns um brottkast við hrognkelsaveiðar á framangreindu árabili, flokkað eftir vertíðum?
     3.      Í hve mörgum málum á sama árabili voru útgerðaraðilar hrognkelsaveiðibáta ákærðir og dæmdir fyrir brottkast við veiðarnar?


Skriflegt svar óskast.