Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1682  —  555. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, AIJ, AKÁ, ÁI, BÁ, GuðmT, JSV, LínS).


     1.      Á eftir orðunum „Landhelgisgæsla Íslands“ í 11. tölul. 2. gr. komi: skattrannsóknarstjóri ríkisins.
     2.      Við 3. gr.
               a.      2. mgr. orðist svo:
                          Lögin gilda um vinnslu persónuupplýsinga sem er sjálfvirk að hluta eða í heild og um vinnslu með öðrum aðferðum en sjálfvirkum á persónuupplýsingum sem eru eða eiga að vera hluti af skrá.
               b.      3. mgr. falli brott.
     3.      A-liður 1. mgr. 4. gr. orðist svo: að þær séu unnar með lögmætum og sanngjörnum hætti og að vinnslan sé lögbæru yfirvaldi nauðsynleg vegna verkefna í löggæslutilgangi.
     4.      Við 1. mgr. 6. gr.:
               a.      Í stað orðanna „heimspekilega sannfæringu, stéttarfélagsaðild, heilsuhagi, kynferðisleg sambönd“ komi: lífsskoðun, aðild að stéttarfélagi, heilsufarsupplýsingar, kynlíf manna.
               b.      Í stað orðanna „persónugreina mann“ komi: persónugreina einstakling.
     5.      Við 10. gr.
               a.      Í stað orðanna „þann tiltekna tilgang sem honum“ í e-lið 5. mgr. komi: í hvaða tilgangi honum.
               b.      Í stað orðanna „eiga uppruna sinn að rekja til“ í 1. málsl. 7. mgr. komi: eru upprunnar í.
     6.      Orðin „og 2.“ í 2. mgr. 11. gr. falli brott.
     7.      Í stað orðanna „16. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. komi: 14.–16. gr.
     8.      Í stað orðsins „persónuupplýsinga“ í f-lið 2. mgr. 13. gr. komi: upplýsinganna.
     9.      Í stað orðanna „varðveislu þeirra“ í 16. gr. komi: þær.
     10.      Fyrirsögn 17. gr. verði: Tilkynningarskylda um synjun á beiðni um eyðingu, leiðréttingu eða takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga.
     11.      Við 22. gr.
               a.      Á eftir orðunum „Sérhver ábyrgðaraðili“ í 1. mgr. komi: og, eftir atvikum, fulltrúi ábyrgðaraðila.
               b.      Á eftir orðunum „Sérhver vinnsluaðili“ í 2. mgr. komi: og, eftir atvikum, fulltrúi vinnsluaðila.
     12.      Í stað orðanna „í beinu kjölfari gripið til ráðstafana“ í b-lið 4. mgr. 23. gr. komi: gert ráðstafanir í kjölfarið.
     13.      Í stað orðanna „í eðli sínu eru viðkvæmar“ í 24. gr. komi: sérstök ástæða er til að fari leynt.
     14.      Við 2. mgr. 26. gr.
               a.      Í stað orðanna „Matið, sem um getur í 1. mgr.“ komi: Mat skv. 1. mgr.
               b.      Á eftir orðunum „frelsi skráðra einstaklinga“ komi: og lýsingu á.
     15.      Í stað orðanna „30. gr.“ í 3. mgr. 27. gr. komi: 31. gr.
     16.      Við 3. mgr. 29. gr.
               a.      Í stað orðanna „25. gr.“ í c-lið komi: 26. gr.
               b.      Í stað orðanna „26. gr.“ í d-lið komi: 27. gr.
     17.      Í stað orðsins „beiðni“ í 3. mgr. 30. gr. komi: kvörtunar.
     18.      Við 33. gr.
               a.      Í stað orðanna „sektum eða fangelsi allt að 2 árum“ í 1. mgr. komi: refsingu skv. 136. gr. almennra hegningarlaga.
               b.      2. mgr. orðist svo:
                          Það varðar sektum eða fangelsi allt að einu ári að brjóta af ásetningi gegn ákvæðum 20., 29. og 30. gr. um þagnarskyldu.
     19.      4. tölul. 34. gr. falli brott.
     20.      B-liður 5. tölul. 37. gr. orðist svo: 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum orðast svo: Þrátt fyrir 6. mgr. 4. gr. laga þessara gilda 2. mgr. 1. gr., 3. gr., 1.–5. og 7. mgr. 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 7. gr., 8.–13. gr., 1. og 2. mgr. 14. gr., 1. og 3. tölul. 3. mgr. sömu greinar, 22. gr., 23. gr., 25. gr., 27.–33. gr., VI. kafli, 38.–45. gr., 48. gr. og 51.–53. gr. laga þessara um vinnslu persónuupplýsinga í þágu öryggis- og varnarmála þar til sérstök löggjöf á því sviði verður sett.
     21.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Heimilt er til 6. maí 2026 að undanþiggja upplýsingakerfi, sem sett voru á fót fyrir 6. maí 2016, kröfu 25. gr. um aðgerðaskráningu.