Ferill 774. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1735  —  774. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna.

Frá utanríkismálanefnd.


     1.      Í stað orðanna „Tilgangur laga þessara“ í 1. gr. komi: Markmiðið með lögum þessum.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Á undan orðunum „samkvæmt skilgreiningu laga“ í 5. tölul. komi: Fjármögnun.
                  b.      Á eftir 8. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Listi yfir þvingunaraðgerðir: Breytilegur listi yfir einstaklinga, samtök, hópa eða lögaðila sem alþjóðleg þvingunaraðgerð í skilningi laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, beinist gegn.
     3.      Í stað orðanna „alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og“ í 1. mgr. 4. gr. komi: framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða, nr. 93/2008, til að.
     4.      Á eftir orðinu „undanþágu“ í 3. mgr. 5. gr. komi: frá frystingu fjármuna.
     5.      Í stað „i–n-lið“ í 2. mgr. 7. gr. komi: i–s-lið.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                      Þrátt fyrir að grunur liggi ekki fyrir um refsivert athæfi er lögreglu heimilt að hefja rannsókn á aðila samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála ef réttmætur grundvöllur eða réttmætar ástæður eru til að ætla að hann uppfylli skilyrði fyrir skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir skv. 9., 10. eða 11. gr.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Rannsókn vegna tilnefningar á lista yfir þvingunaraðgerðir.
     7.      1. málsl. 5. mgr. 9. gr. orðist svo: Tilnefna skal aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir ef réttmætur grundvöllur eða réttmætar ástæður eru fyrir tilnefningu hans.
     8.      Í stað orðanna „aðstæðum sem nefndar eru í a–c-lið í 1. mgr. eru til staðar“ í 2. mgr. 14. gr. komi: atriðum sem nefnd eru í 1. mgr. eiga við.
     9.      Í stað „3. mgr.“ í 5. mgr. 16. gr. komi: 4. mgr.
     10.      Í stað „3. mgr.“ í 1. málsl. 19. gr. komi: 4. mgr.
     11.      Við 20. gr.
                  a.      Í stað „3. mgr.“ í 3. mgr. komi: 2. mgr.
                  b.      Í stað „3.–5. mgr.“ í 6. mgr. komi: 2.–4. mgr.