Ferill 1010. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1966  —  1010. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sjálfbæra ræktun orkujurta.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hver er staða rannsóknarverkefnis, sem Samgöngustofa og forverar hennar hafa unnið að, um sjálfbæra ræktun orkujurta á Íslandi til skipaeldsneytis? Hver er afstaða ráðherra til þess?
     2.      Hvernig telur ráðherra að megi stuðla að því að repjuolía komi sem allra fyrst í stað dísilolíu í íslenskum fiskiskipum?
     3.      Hvaða möguleikar eru á því að rækta repju og framleiða repjuolíu á Íslandi fyrir allan íslenska fiskiskipaflotann? Er hér verið að brenna matvælum um borð í skipum?
     4.      Ætla stjórnvöld að setja af stað aðgerðaáætlun til að ná því upphafsmarkmiði að íslenski fiskiskipaflotinn noti 5–10% íblöndun af íslenskri repjuolíu á aðalvélar sínar?


Skriflegt svar óskast.