Ferill 830. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2004  —  830. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um húsaleigukostnað heilsugæslustöðva.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu stór hluti framlaga til heilsugæslustöðva á fjárlögum 2019 og síðustu 10 ára fara til greiðslu á húsaleigu, í heild og sundurliðað eftir umdæmum?

    Leitað var svara hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsugæslunni Lágmúla, Heilsugæslunni Salahverfi og Heilsugæslunni Höfða.
    Í töflunni hér á eftir má sjá upplýsingar um hlutfall húsaleigu af framlögum til stofnana í heilbrigðisumdæmunum á tímabilinu 2008–2018. Í nokkrum tilvikum vantar upplýsingar í töfluna m.a. vegna þess að stofnanirnar voru ekki til á tímabilinu, þá var t.d. í tilviki heilbrigðisumdæmis Norðurlands ómögulegt að ná í upplýsingar um leigu fyrir sameiningu stofnana í umdæminu árið 2014.

Landið allt Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Suðurnes
2008 1,0% 0,9% 1,2% 0,8%
2009 2,8% 9,3% 0,6% 2,0% 3,4%
2010 4,3% 3,6% 9,9% 4,5% 3,9% 3,2%
2011 5,2% 6,2% 4,2% 10,2% 4,1% 3,6% 2,5%
2012 4,9% 5,8% 3,9% 9,5% 3,8% 3,3% 2,3%
2013 4,7% 5,6% 3,8% 9,5% 4,0% 3,0% 2,2%
2014 4,7% 5,5% 4,3% 6,3% 6,3% 4,4% 2,6% 2,4%
2015 5,1% 5,7% 4,6% 6,1% 7,3% 4,8% 2,6% 2,6%
2016 4,5% 5,0% 4,2% 5,5% 6,4% 4,3% 2,4% 2,4%
2017 6,6% 16,6% 4,0% 5,3% 6,2% 5,7% 2,3% 2,3%
2018 6,6% 15,3% 4,3% 5,6% 6,3% 6,0% 2,3% 2,4%