Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 124  —  124. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvert var efni erindisbréfs sérfræðinga sem kvaddir voru til af hálfu ráðuneytisins til að rita álitsgerðir um stjórnskipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB/ EFTA vegna þriðja orkupakka ESB?
     2.      Hvert var efni athugasemda ráðuneytisins við drög að álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar sem getið er um í álitsgerð þeirra, dags. 19. mars 2019, sbr. 6. kafla, bls. 39 og áfram?
     3.      Voru af hálfu ráðuneytisins gerðar athugasemdir við drög að álitsgerðum fleiri lögfræðinga sem leitað var til um álit á umræddu máli? Hverjar voru þær athugasemdir ef við á?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að birta opinberlega bréfaskipti milli ráðuneytisins og lögfræðilegra ráðunauta þess sem leitað var til um lögfræðilegar álitsgerðir vegna þriðja orkupakka ESB?
     5.      Hvaða áhrif telur ráðherra það geta haft á stöðu sérfræðinga sem óháðra ráðunauta þegar verkbeiðandi hefur gert athugasemdir við drög að álitsgerðum sérfræðinga sem kvaddir hafa verið til að rita álitsgerð um tiltekið málefni líkt og lýst er í 2. tölul. hér að framan?


Skriflegt svar óskast.