Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 179  —  178. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um eigendastefnur Landsvirkjunar og Isavia.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hve langt er komið vinnslu eigendastefnu fyrir annars vegar Landsvirkjun og hins vegar Isavia?
     2.      Hvernig er unnið að verkefnunum?
     3.      Hvenær er áætlað að þessar eigendastefnur verði birtar og kynntar þingmönnum?