Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 229  —  216. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana á málefnasviði ráðherra, sundurliðað eftir stofnunum?
     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í framangreindum stofnunum og ef svo er, hvar?
     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?


Skriflegt svar óskast.