Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 236  —  4. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010, með síðari breytingum (skatthlutfall).

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Í stað „0,145%“ í 1. gr. komi: 0,318%.
     2.      2. gr. falli brott.

Greinargerð.

    Með frumvarpinu er lagt til að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki lækki úr 0,376% af skattstofni skv. 3. gr. laga nr. 155/2010 í 0,145%. Lagt er til að lækkunin taki gildi í fjórum skrefum þannig að skatthlutfallið verði 0,318% við álagningu árið 2021, 0,261% við álagningu 2022, 0,203% við álagningu 2023 og loks 0,145% við álagningu 2024 og síðar.
    Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ætlunin sé að lækkun skattsins skili sér til neytenda í formi lægri kostnaðar fyrir viðskiptavini fjármálafyrirtækja. Fyrir þessu er þó engin trygging. Flutningsmaður þessarar breytingartillögu leggur til að í fyrstu verði aðeins stigið fyrsta skrefið í stað þess að gefa þegar vilyrði um árlega lækkun næstu fjögur árin. Næstu skref verði stigin að fenginni reynslu af fyrsta þrepi lækkunarinnar þegar sannreynt hefur verið að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja njóti góðs af henni í formi lægri þjónustugjalda og bættra vaxtakjara.