Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 237  —  134. mál.
Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um breytingu á lögum um fjöleignarhús.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hefur starfshópur um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, tekið til starfa? Ef svo er, hverjir sitja í starfshópnum?
     2.      Hvenær er gert ráð fyrir að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum?

    Hinn 1. janúar 2019 skipaði félags- og barnamálaráðherra nefnd um endurskoðun laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum, vegna rafbíla og skammtímaleigu. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn 10. janúar 2019 og hefur hún fundað reglulega síðan.
    Hlutverk nefndarinnar er að fara yfir þau álitaefni sem upp geta komið innan húsfélaga á grundvelli laga um fjöleignarhús í tengslum við rafbíla og skammtímaleigu og hvort ástæða sé til að bregðast við þeim með breytingum á lögum um fjöleignarhús í ljósi reynslu af framkvæmd laganna og stefnu stjórnvalda.
     Nefndin er þannig skipuð:
    Lísa Margrét Sigurðardóttir lögfræðingur, án tilnefningar, formaður.
    Þórarinn Örn Þrándarson sérfræðingur, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
    Sigurbjörg Sæmundsdóttir sérfræðingur, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
    Sigurður Helgi Guðjónsson lögmaður, tilnefndur af Húseigendafélaginu.
    Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
     Til vara:
    Sigrún Brynja Einarsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
    Kjartan Ingvarsson lögfræðingur, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
    Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður, tilnefnd af Húseigendafélaginu.
    Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Starfsmaður nefndarinnar er Ásta Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu. Áður starfaði með nefndinni Jón Þór Þorvaldsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.
    Samkvæmt þingmálaskrá 150. löggjafarþings 2019–2020 hyggst félags- og barnamálaráðherra leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (skammtímaleiga og rafbílar), í mars næstkomandi. Frumvarpið felur í sér endurskoðun á ákvæðum laganna í ljósi reynslunnar af framkvæmd þeirra til að bregðast við skammtímaleigu í fjöleignarhúsum, hvort heldur sem er með heimagistingu eða rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi á grundvelli laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, einnig endurskoðun á einstaka ákvæðum til að bregðast við breyttri notkun bílastæða vegna fjölgunar rafbíla og hraða orkuskiptum í samræmi við stefnu stjórnvalda.
    Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til ráðherra í formi frumvarps til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús í upphafi næsta árs.