Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 296  —  162. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um vistvæn innkaup.


     1.     Hvert er hlutfall vistvænna útboða af heildarfjölda útboða, þ.e. útboða með umhverfisskilyrðum, útboða sem taka mið af líftímakostnaði eða útboða sem á annan hátt eru til þess fallin að minnka umhverfisáhrif hjá Ríkiskaupum fyrir árin 2015–2018?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    2.     Hvernig hyggst ráðuneytið auka hlutfall vistvænna útboða á næstu árum og hvaða mælanlegu markmiðum er stefnt að því að ná fyrir árið 2021?
    Unnið er að stefnumótun fyrir opinber innkaup í fjármála- og efnahagsráðuneytinu með þátttöku umhverfis- og auðlindaráðuneytis og stefnt er að því að einn liður í henni verði að leggja fram stöðumat í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember. Til hliðsjónar er heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 12.7: „Stuðlað verði að sjálfbæru verklagi við opinber innkaup í samræmi við innlenda stefnu og forgangsröðun.“ Fyrirhugað er að aðgerðaáætlun með mælanlegum markmiðum til þriggja ára fylgi með innkaupastefnunni þegar hún hefur verið samþykkt. Á meðan er unnið samkvæmt eldri stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.