Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 316  —  106. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hafa verið útgjöld ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009? Hve háum fjárhæðum var varið til kaupa á sérsmíðuðum kerfum annars vegar og til kaupa á almennum hugbúnaði hins vegar?
     2.      Hve háum fjárhæðum vörðu ráðuneytið og undirstofnanir þess til greiðslu leyfisgjalda fyrir hugbúnað annars vegar og til greiðslu þjónustugjalda fyrir hugbúnað hins vegar frá árinu 2009?
     3.      Hvaða sérsmíðaða hugbúnað notar ráðuneytið og hver undirstofnun þess og:
                  a.      hver er eigandi hugbúnaðarins,
                  b.      eftir hvaða hugbúnaðarleyfi er hugbúnaðurinn gefinn út,
                  c.      var hugbúnaðurinn þróaður af verktökum eða af forriturum í starfi innan ráðuneytis eða stofnunar,
                  d.      hver var kostnaðurinn við gerð hugbúnaðarins,
                  e.      hver er tilgangur hugbúnaðarins?


    Svar við fyrirspurninni er byggt á upplýsingum um kostnað vegna hugbúnaðarkaupa og aðkeyptrar hugbúnaðargerðar sem aflað var hjá viðkomandi stofnunum og eru fengnar úr bókhaldskerfi ríkisins. Þess bera að geta að viðhald og viðgerðir á hugbúnaði teljast með í þessum kostnaði í bókahaldinu. Öllum þremur liðum fyrirspurnarinnar er hér svarað fyrir hverja stofnun ráðuneytisins í senn. Allar tölur eru í milljónum króna.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem aðalskrifstofa ráðuneytisins hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 220,8 80,0 300,8

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Helsti sérsmíðaði hugbúnaðurinn sem fjármála- og efnahagsráðuneytið notar er Fjárlagakerfi ráðuneyta og Alþingis auk áætlunarkerfis ríkisaðila, sk. Akra-kerfi sem byggist á staðlaðri IBM Planning Analytics-lausn. Jafnframt á ráðuneytið aðild að vefkerfi stjórnarráðsins til að miðla upplýsingum um starfsemi og verkefni og greiðir fyrir það ákveðna hlutdeild í uppsetningu og þróun.
                  a.      Eigandi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Ekki er verið að greiða sérstaklega af hugbúnaðarleyfum fyrir fjárlagakerfið þar sem í samningum við verktaka var kveðið skýrt á um að ráðuneytið færi með allan höfundar- og notkunarrétt á hugbúnaðinum jafnóðum og hann varð til. Greitt er fyrir notendaleyfi og þjónustugjöld vegna Akra-kerfisins og var það hluti af útboðskjörum.
                  c.      Þróun: Hugbúnaðurinn fyrir fjárlagakerfið var hannaður af sérfræðingum ráðuneytisins í samstarfi við önnur ráðuneyti og starfsmenn fjárlaganefndar Alþingis en smíðaður af verktökum. Hugbúnaðurinn fyrir Akra-kerfið hefur verið aðlagaður að þörfum ríkisins og snýst sú aðlögun að mestu leyti að módelsmíði til að mæta breytilegum þörfum ríkisaðila við áætlunargerð. Sú aðlögun er smíðuð af þeim sem samið var við á grundvelli útboðs.
                  d.      Kostnaður: Nær enginn þróunar- eða viðhaldskostnaður var við fjárlagakerfið frá árinu 2009 fram til áranna 2017–2018 en þá féll til kostnaður við hugbúnaðargerð sem nam u.þ.b. 85 millj. kr. vegna aðlögunar kerfisins að nýjum lögum um opinber fjármál og endurnýjunar á vefviðmóti þess. Þróunar- og viðhaldskostnaður við Akra-kerfið var 41 millj. kr.
                  e.      Tilgangur: Hugbúnaðurinn fyrir fjárlagakerfið gegnir því hlutverki að vera miðlæg upplýsingaveita um opinber fjármál fyrir árlega fjárlagagerð ráðuneyta og Alþingis. Kerfið var sérstaklega sniðið að verkgangi Stjórnarráðsins og vinnslu þessara þingmála hjá Alþingi. Fjárlagakerfið heldur m.a. utan um allar fjárlagatillögur og fjárreiður ríkisaðila vegna frumvarps til fjárlaga og fjáraukalaga en það á jafnt við um A-hluta stofnanir, B-hluta ríkisfyrirtækja og lánasjóða. Þá heldur kerfið utan um allar fjárreiður ríkistekna auk þess sem kerfið heldur utan um greinargerðir, yfirlit, sundurliðanir og talnabálkar fyrir fjárlagaritin. Auk þess heldur kerfið utan um stefnumótun málefnasviða og málaflokka ráðuneyta þ.m.t. markmið, aðgerðir og mælikvarða. Kerfið er notað til að framleiða megnið af talnayfirlitum fjárlagarita til framlagningar í þingskjölum. Í kerfinu fara einnig fram keyrslur á margvíslegum skýrslum og fyrirspurnum til úrvinnslu á gagnasöfnum þess. Tilgangur með innleiðingu Akra-hugbúnaðarins er að bæta gæði áætlanagerðar ríkisaðila. Með innleiðingu á kerfinu er tryggð samræmd áætlanagerð ríkisaðila sem er í samræmi við kröfur ráðuneytisins. Með innleiðingu á hugbúnaðinum færist öll áætlunargerð ríkisaðila úr excel-skjölum yfir í miðlægt samræmt áætlunarkerfi.

Bankasýsla ríkisins.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Bankasýslan hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 3,9 6,6 10,5

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Bankasýslan notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað.


Fjársýsla ríkisins.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Fjársýsla ríkisins hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 4.173,1 919,5 5.092,6

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustu-gjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Fjársýsla ríkisins notar eftirfarandi kerfi, sem fela í sér sérsmíði, viðbætur og/eða sérstakar aðlaganir: Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, Orri (viðamiklar viðbætur, aðlaganir og sérlausnir í gagnagrunnskerfi frá Oracle), tekjubókhaldskerfi ríkisins, TBR (sérsmíðuð innlend lausn), vefsíður FJS (ytri og innri vefur) og rikisreikningur.is.
                  a.      Eigandi: Oracle er eigandi gagnagrunnskerfis og OEBS. Fjársýslan er eigandi TBR og allra viðbóta og aðlagana í OEBS fyrir utan Vinnustund en sá kerfishluti er í eigu Advania. Fjársýslan er eigandi vefsíðanna.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Fyrir utan Oracle-gagnagrunnskerfi hefur FJS fullan rétt á að þróa áfram, endurbæta og viðhalda kerfum eftir því sem þörf er á.
                  c.      Þróun: Allur hugbúnaður hefur verið þróaður af verktökum en ekki af starfsmönnum FJS.
                  d.      Kostnaður: Kostnaður við Orra var á tímabilinu 2009–2018 var 2.474 millj. kr. Kostnaður við þróun og viðhald á TBR á tímabilinu 2009–2018 var 1.695 millj. kr. Kostnaður við gerð annars hugbúnaðar á tímabilinu 2009–2018 var 3 millj. kr.
                  e.      Tilgangur: Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, Orri, er samhæfð heildarlausn í viðskiptahugbúnaði þar á meðal fjárhagskerfi, mannauðskerfi, verkbókhaldi, innkaupakerfi, eignakerfi o.fl. Kerfið byggist á gagnasafnskerfi og Oracle E-Business Suite en ofan á það hafa verið smíðaðar viðamiklar viðbætur og aðlaganir fyrir íslenska ríkið. Fjárhagskerfið heldur utan um fjárhagsbókhald ríkissjóðs, ráðuneyta og stofnana ríkisins. Kerfið er einnig notað fyrir alla uppgjörsvinnu við gerð ríkisreiknings og aðra upplýsingagjöf. Mannauðskerfið heldur utan um starfsmanna- og launagreiðslukerfi ríkisins. Í kerfinu eru greidd laun allra starfsmanna hjá A-hluta stofnunum. Vinnustund er vaktaáætlunar- og viðverukerfi sérhannað af Advania. Aðrir kerfishlutar eru fræðslukerfi, sjálfsafgreiðslukerfi, ferðauppgjörskerfi, vörustýring, verkbókhald, birgðir, pantanir, vefverslun og samningakerfi. Sjálfsafgreiðslan er aðgengileg öllum starfsmönnum ríkisins. TBR, er hið almenna innheimtukerfi ríkisins. Kerfið er upplýsingakerfi þar sem haldið er utan um innheimtu skatta og gjalda fyrir hönd ríkissjóðs, ríkisstofnana og annarra opinberra aðila. TBR berast innheimtukröfur frá fjölmörgum opinberum álagningarkerfum m.a. álagningarkerfum ríkisskattstjóra og tollstjóra. Notendur kerfisins eru innheimtumenn ríkissjóðs, A-hluta stofnanir og ýmsir álagningar- og eftirlitsaðilar. Vefsíður FJS, Office 365 og GoPro, eru notuð við rekstur stofnunarinnar og til upplýsingagjafar um starfsemi stofnunarinnar. Rikisreikningur.is er notaður til að birta gögn úr ríkisreikningi.

Fjármálaeftirlitið.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Fjármálaeftirlitið hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.
Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 315,0 243,2 558,2

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustu-gjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Fjármálaeftirlitið notar eftirfarandi sérsmíðuð kerfi: Gagnaskilakerfi, vöruhús gagna, Vaka, áhættumatskerfi og þjónustugátt. Þá eru ýmsar minni sérlausnir nýttar t.d. gangverk, skortsölulausn á ytra neti, Power-BI-verkefni auk aðlagana við GoProb.
     Gagnaskilakerfið.
                  a.      Eigandi: Fjármálaeftirlitið.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Ekki leyfisskyldur hugbúnaður, eign Fjármálaeftirlitsins.
                  c.      Þróun: Upphaflega þróaður af verktökum en hefur verið viðhaldið af forriturum innan stofnunarinnar.
                  d.      Kostnaður: U.þ.b. 130 millj. kr. frá árinu 2010 í þróun á lausninni.
                  e.      Tilgangur: Gagnaskilakerfi (áður skýrsluskilakerfið) sér um öll gagnaskil frá eftirlitsskyldum aðilum til Fjármálaeftirlitsins. Það var þróað á árunum 2006–2009 og hefur verið uppfært reglulega til þess að styðja við kröfur um söfnun gagna vegna eftirlits, m.a. vegna CRD IV, Solvency II og Mifid II reglugerða.
    Vöruhús gagna.
                  a.      Eigandi: Fjármálaeftirlitið.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Ekki leyfisskyldur hugbúnaður, eign Fjármálaeftirlitsins.
                  c.      Þróun: Þróaður af sérfræðingum innan stofnunarinnar en í samstarfi við verktaka.
                  d.      Kostnaður: U.þ.b. 77 millj. kr. í ytri kostnað frá árinu 2010.
                  e.      Tilgangur: Vöruhús gagna safnar saman gögnum úr kerfum stofnunarinnar, samþættir þau og auðgar með ytri gögnum. Það er lykilþáttur í að styðja við greiningu og úrvinnslu gagna til eftirlits og þar eru m.a. reiknaðir áhættuvísar sem styðja við áhættumiðað eftirlit.
     Vaki.
                  a.      Eigandi: Fjármálaeftirlitið.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Ekki leyfisskyldur hugbúnaður, eign Fjármálaeftirlitsins.
                  c.      Þróun: Nær alfarið þróað af sérfræðingum í innan stofnunar.
                  d.      Kostnaður: U.þ.b. 4,7 millj. kr. frá árinu 2010.
                  e.      Tilgangur: Skráningarkerfi Fjármálaeftirlitsins. Heldur utan um lista yfir eftirlitsskylda aðila sem stofnuninni ber að halda utan um auk þeirra upplýsinga sem eftirlitsstarfsfólk þarf að skrá um eftirlitsskylda aðila, t.d. vegna starfsleyfa, virkra eigenda, sjóða og gagnaskila.
     Áhættumatskerfi.
                  a.      Eigandi: Fjármálaeftirlitið.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Ekki leyfisskyldur hugbúnaður, eign Fjármálaeftirlitsins.
                  c.      Þróun: Þróað af verktökum eftir útboð í samvinnu við sérfræðinga í hugbúnaðarþróun innan stofnunar.
                  d.      Kostnaður: Tæplega 70 millj. kr. árin 2015–2017.
                  e.      Tilgangur: Skráningarkerfi Fjármálaeftirlitsins. Heldur utan um þær upplýsingar sem eftirlitsstarfsfólk þarf að skrá um eftirlitsskylda aðila, t.d. vegna starfsleyfa, virkra eigenda, sjóða og gagnaskila.


    Þjónustugátt.
                  a.      Eigandi: Fjármálaeftirlitið.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Ekki leyfisskyldur hugbúnaður, eign Fjármálaeftirlitsins.
                  c.      Þróun: Þróað af verktökum í samræmi við útboð, í samvinnu við sérfræðinga í hugbúnaðarþróun innan stofnunar. Aðkomu verktaka hætt haustið 2018 og lausn alfarið sett í innri þróun.
                  d.      Kostnaður: Rúmar 25 millj. kr. í ytri kostnað.
                  e.      Tilgangur: Sjálfvirkari móttaka gagna frá einstaklingum, t.d. vegna mats á hæfi og annarra umsókna eða eyðublaða. Auðveldar utanumhald um ytri samskipti og grunnur að nýju gagnaskilakerfi.

Framkvæmdasýsla ríkisins.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 59,3 1,2 60,5

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Framkvæmdasýslan notar ekki sérsmíðaðan hugbúnað en er notandi að Microsoft-lausnum, Oracle og GoPro. Ný heimasíða var sett upp fyrir stofnunin á árinu 2013 og var um að ræða aðkeypta þjónustu.

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Rekstrarfélag Stjórnarráðsins hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 101,8 377,2 479,1

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Rekstrarfélagið notast ekki við sérsmíðaðan hugbúnað. Eingöngu er notast við almennan hugbúnað með aðlögunum og samþættingu milli kerfa eða takmörkuðum viðbótum.

Ríkiseignir.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Ríkiseignir hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 41,0 17,5 58,5

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustu-gjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.
     3.      Helsta hugbúnaðarkerfið sem stofnunin notar til að halda utan um verkbókahald og kostnað við framkvæmdir er kerfi frá MainManager, sem gerðar hafa verið vissar aðlaganir á til að mæta þörfum stofnunarinnar. Kostnaður við það hefur verið um 30 millj. kr. frá árinu 2008.

Ríkiskaup.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Ríkikaup hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 33,5 54,7 88,2

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Helstu upplýsingakerfi sem Ríkiskaupa nota þar sem einhver sérsmíði eða aðlögun hefur verið gerð er á Oracle og Workpoint.
Oracle.
                  a.      Eigandi: Ríkiskaup hafa ekki upplýsingarnar þar sem hugbúnaðurinn er á forræði Fjársýslu ríkisins.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Stofnunin hefur ekki forsendur til að meta leyfisskyldur þar sem hugbúnaðurinn er á forræði Fjársýslu ríkisins.
                  c.      Þróun: Viðbætur í tengslum við kerfið hafa verið þróaðar af verktökum og starfsmönnum Ríkiskaupa.
                  d.      Kostnaður: Kostnaður frá árinu 2013 er 15,9 millj. kr.
                  e.      Tilgangur: Aðlögun á kerfum til að tryggja samvirkni milli Oracle-innkaupakerfis og Navision (Dynamics)-tollafgreiðslukerfi.
Workpoint.
                  a.      Eigandi: Workpoint A/S Danmörku.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Byggist á SharePoint Foundation 2013 sem Ríkiskaup greiðir afnotagjöld af til Spektra, samstarfsaðila Workpoint A/S í Danmörku.
                  c.      Þróun: Stöðluð lausn með séraðlögun að þörfum Ríkiskaupa.
                  d.      Kostnaður: Kostnaður á árunum 2016–2019 4,2 millj. kr.
                  e.      Tilgangur: Kerfi til að halda utan um öll verkefni Ríkiskaupa (útboð, mál og öll innri verkefni), samskipti og skjöl auk gæðakerfis.

Ríkisskattstjóri.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Ríkisskattstjóri hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 2.361,0 503,8 2.864,8

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Ríkisskattstjóri notar þau kerfi sem tilgreind eru í eftirfarandi töflu. Kostnaður er ekki sérgreindur fyrir hvert kerfi heldur er innifalinn í heildartölunni í töflunni:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Skattrannsóknarstjóri.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem skattrannsóknarstjóri hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 4,5 4,0 8,5

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Skattrannsóknarstjóri hefur ekki látið sérsmíða hugbúnað fyrir sig.

Tollstjóri.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Tollstjóri hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 950,9 90,5 1.041,4

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Tollstjóri notar Tollakerfin sem er sérsmíðaður hugbúnaður.
                  a.      Eigandi: Embætti tollstjóra.
                  b.      Hugbúnaðarleyfi: Allur hugbúnaður, handbækur og kerfislýsingar telst eign tollstjóra.
                  c.      Þróun: Hugbúnaðurinn var þróaður af verktaka.
                  d.      Tilgangur: Með tollakerfinu og tengdum kerfum er meginþorri inn- og útflutningsskýrslna til og frá Íslandi afgreiddur með rafrænum hætti og í flestum tilfellum sjálfvirkt. Í samræmi við lög leggur kerfið aðflutningsgjöld á innfluttar vörur og framfylgir skilmálum svo sem leyfum og bönnum. Álögðum gjöldum er skilað í tekjubókhaldskerf ríkisins (TBR) til innheimtu. Auk þess fær Hagstofa Íslands afhent gögn úr kerfinu til hagtölugerðar.

Yfirskattanefnd.
     1.      Í töflunni hér á eftir má sjá þær fjárhæðir sem Yfirskattanefnd hefur varið til hugbúnaðarkaupa frá árinu 2009.

Hugbúnaðargerð Hugbúnaður (leyfisgjöld) Samtals
2009–2018 3,7 1,4 5,1

     2.      Ekki er gerður greinarmunur í bókhaldinu á greiðslum vegna leyfis- og þjónustugjalda fyrir hugbúnað, sjá heildarfjárhæð í töflu hér á undan.

     3.      Yfirskattanefnd hefur ekki látið sérsmíða hugbúnað fyrir sig.