Ferill 334. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 334  —  296. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um forgangsvegi, endurbyggingu stofnleiða og lagningu bundins slitlags á tengivegi.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra æskilegt að malarvegir sem skólaakstur barna fer um verði skilgreindir sem forgangsvegir?
     2.      Hvenær telur ráðherra að lokið verði endurbyggingu allra helstu stofnleiða á landi og tengingu þeirra við þéttbýli, þar sem eru hundrað íbúar og fleiri, með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli? Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og til þess veittir meiri fjármunir?
     3.      Hver er reynslan af átaks- og tilraunaverkefni sem Vegagerðin hóf fyrir nokkrum árum um lagningu bundins slitlags á vegi sem hafa viðunandi burðarþol þrátt fyrir að veghönnun sé að einhverju leyti ábótavant? Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að meiri fjármunum verði varið í slíkar vegabætur? Ef svo er, er óskað eftir sundurliðaðri áætlun þar um.


Skriflegt svar óskast.