Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 335  —  297. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um veggjöld í jarðgöngum.

Frá Örnu Láru Jónsdóttur.


     1.      Hvernig á að útfæra gjaldtöku af umferð um jarðgöng sem kynnt er í drögum að samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034?
     2.      Stendur til að innheimta veggjöld af umferð um jarðgöng:
                  a.      þar sem þau eru eini valkosturinn á milli staða eins og á t.d. við um Bolungarvíkurgöng,
                  b.      sem uppfylla ekki almennar kröfur um umferðaröryggi og eru t.d. einbreið eins og á við í Múlagöngum, Strákagöngum og Vestfjarðagöngum,
                  c.      sem tengja hverfi innan sama sveitarfélags eins og á við um Héðinsfjarðargöng, Vestfjarðagöng, Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng?


Skriflegt svar óskast.