Ferill 212. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 432  —  212. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


    Tölur fyrir ráðuneytið ná frá 1. janúar 2016 til 30. september 2019. Innanríkisráðuneytið var starfrækt til 30. apríl 2017 en þá tók samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til starfa. Gögn frá tíma innanríkisráðuneytisins eru vegna utanlandsferða þeirra sem störfuðu, að hluta eða að öllu leyti, að þeim málaflokkum er fluttust yfir til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Ferðir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árin 2018–2019, vegna starfa hans sem samstarfsráðherra Norðurlanda, eru ekki innifaldar í tölunum þar sem kostnaður er greiddur af utanríkisráðuneytinu.

     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?

    Fjöldi utanlandsferða ráðherra, starfsmanna ráðuneytisins og stofnana á tímabilinu var eftirfarandi:
Aðilar Fjöldi ferða
Ráðherra 12
Yfirstjórn 75
Almennir starfsmenn 155
Stofnanir:
Byggðastofnun 114
    Póst- og fjarskiptastofnun 131
    Rannsóknarnefnd samgönguslysa 60
    Samgöngustofa 849
    Vegagerðin 432
    Þjóðskrá 171

     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    Utanlandsferðir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis árið 2018 voru kolefnisjafnaðar og er ætlunin að kolefnisjafna ferðir ársins 2019.
    Utanlandsferðir stofnana ráðuneytisins hafa ekki verið kolefnisjafnaðar.

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
    Fjarfundabúnað er að finna í ráðuneytinu og öllum stofnunum sem heyra undir ráðuneytið.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?
Ráðuneytið.
    Ekki er haldin skrá um fjarfundi hjá ráðuneytinu en ætla má að um tugi funda sé að ræða á hverju ári. Ráðuneytið leitast við að nýta fjarfundi eins og kostur er vegna erlendra samskipta.

Byggðastofnun.
    Ekki er haldið sérstaklega utan um fjarfundi sem starfsmenn Byggðastofnunar sitja.

Póst- og fjarskiptastofnun.
    19 fundir voru á tímabilinu, að jafnaði 4–5 fjarfundir á ári, og fer fjöldinn vaxandi.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
    Á bilinu 15–20 fundir voru haldnir árlega.

Samgöngustofa.
    Ekki er haldið sérstaklega utan um fjölda funda í gegnum fjarfundabúnaðinn.

Vegagerðin.
    Ekki er haldin skrá um fjarfundi hjá Vegagerðinni en ætla má að þeir skipti árlega tugum og líklega meira vegna samstarfs stofnunarinnar erlendis. Þá skipta þeir hundruðum vegna starfseminnar innan lands á hverju ári.

Þjóðskrá.
    Alls voru haldnir um hundrað formlegir fundir með fjarfundabúnaði á tímabilinu. Þá eru oft teknir stuttir fundir í gegnum Skype og ómögulegt að segja til um hversu margir þeir eru.