Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 470  —  378. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um skerðingar á lífeyri almannatrygginga.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu mikið skertist lífeyrir almannatrygginga á árinu 2018 vegna:
                  a.      atvinnutekna lífeyrisþega,
                  b.      greiðslna til lífeyrisþega úr lífeyrissjóðum,
                  c.      tekna lífeyrisþega annarra en atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum?
     2.      Hversu margir í heild og hversu hátt hlutfall lífeyrisþega sætti skerðingum vegna:
                  a.      atvinnutekna,
                  b.      greiðslna úr lífeyrissjóðum,
                  c.      tekna annarra en atvinnutekna og greiðslna úr lífeyrissjóðum?
    Svör óskast sundurliðuð eftir því hvort ræðir um elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.


Skriflegt svar óskast.