Ferill 485. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 734  —  485. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um öryggi fjarskipta.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hvaða sveitarfélög misstu fjarskiptasamband vegna áhrifa óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember sl. og hversu lengi?
     2.      Hvers eðlis voru þau áhrif á fjarskiptakerfið sem ollu mestum truflunum?
     3.      Til hvaða ráðstafana er raunhæft að grípa til að koma í veg fyrir slíkar truflanir í framtíðinni eða lágmarka áhrif þeirra, hverjar þeirra eru mikilvægastar og hvaða truflanir hefðu þær komið í veg fyrir í þessu tilviki?
     4.      Hefur það dregið úr öryggi landsmanna að stór hluti koparsímalína hefur verið aflagður?
     5.      Hefur verið gripið til einhverra þeirra ráðstafana sem taldar eru mikilvægastar til að auka öryggi fjarskipta, hver er staða þeirra og hvenær er þess að vænta að þeim ljúki?


Skriflegt svar óskast.