Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 778  —  393. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs).


Frá meiri hluta velferðarnefndar (ÓGunn, ÁsF, HSK, LRM, VilÁ).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í a-lið komi: fjóra.
                  b.      Í stað orðsins „tólf“ í b-lið komi: tíu.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í a-lið komi: fjóra.
                  b.      Í stað orðsins „tólf“ í b-lið komi: tíu.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í a-lið komi: fjóra.
                  b.      Í stað orðsins „tólf“ í b-lið komi: tíu.
     4.      4. gr. orðist svo:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Ráðherra skal í október 2020 leggja fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem kveðið verði á um að foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar skuli eiga rétt á tólf mánaða fæðingarorlofi og um lengingu á rétti til fæðingarstyrks í tólf mánuði. Jafnframt verði í frumvarpinu kveðið á um skiptingu orlofsins milli foreldra. Leggi ráðherra ekki fram slíkt frumvarp skulu foreldrar barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar eiga rétt á tólf mánaða fæðingarorlofi samanlagt þannig að sameiginlegur réttur foreldra lengist um tvo mánuði.