Ferill 527. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 869  —  527. mál.
Skriflegt svar.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um aftökur án dóms og laga.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda til þess þegar ríki beita aftökum án dóms og laga?
     2.      Hefur ráðherra lýst afstöðu stjórnvalda til aftökunnar á íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani sem Bandaríkjamenn felldu með loftskeyti í byrjun janúar?
     3.      Hefur ráðherra komið afstöðu Íslands til aftöku án dóms og laga á framfæri við bandarísk stjórnvöld?


Skriflegt svar óskast.