Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Nr. 22/150.

Þingskjal 891  —  15. mál.


Þingsályktun

um tæknilega innviði Stjórnarráðsins og rafræna þjónustu hins opinbera.


    Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að stórefla vinnu er varðar tæknilega innviði Stjórnarráðsins, samþættingu vefkerfa og forritunarviðmóta og stöðlun þróunarferla og gæðastýringar við hugbúnaðargerð, utanumhald um opinber gögn sem og varðveislu og afhendingu rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns Íslands, upplýsingaöryggismál ríkisins og annað sem snýr að því að tryggja gæði rafrænnar þjónustu hins opinbera gagnvart almenningi. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður þeirrar vinnu og leggi jafnframt til nauðsynlegar lagabreytingar, ef við á, á 151. löggjafarþingi.

Samþykkt á Alþingi 29. janúar 2020.