Ferill 571. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 938  —  571. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um svifryk.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hvaða haldbærar upplýsingar eru til um svifryksmengun á Íslandi?
     2.      Á hvers konar aðgerðum er þörf til að hefta svifryk í bæjum og sveitum?
     3.      Er í bígerð að skipuleggja nýjar aðgerðir gegn svifryksmengun, t.d. í þéttbýli?