Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1018  —  605. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um trúnaðarmann fólks með langvinna sjúkdóma og íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


    Telur ráðherra þörf á að tilnefndur verði trúnaðarmaður fólks með langvinna sjúkdóma og íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila eða annar talsmaður þessara hópa?