Ferill 632. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1065  —  632. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra um ákvæði laga um vegi og aðra innviði.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hvaða innviði telur ráðherra nauðsynlega með tilliti til almannahagsmuna og telur ráðherra skynsamlegt að skilgreina þá innviði sérstaklega í lögum?
     2.      Hvaða skilning leggur ráðherra í 3. mgr. 28. gr. vegalaga um heimild til að krefja sveitarfélög um kostnaðarmun vegna lagningar þjóðvega? Er ráðherra reiðubúinn að beita þessu ákvæði?
     3.      Telur ráðherra að endurskoða þurfi lög um mat á umhverfisáhrifum þannig að hlutar samgöngukerfisins sem falla nú undir ákvörðunarvald sveitarstjórna verði færðir á hærra stjórnsýslustig þannig að ábyrgð færist alfarið á hendur ríkisins sem síðan muni leiða til þess að kærur heyri sögunni til?