Ferill 698. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1177  —  698. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hvert var heildartap lífeyrissjóða, bæði í sameignar- og séreignarsjóðum, frá og með árinu 2000? Hver var heildarupphæð fjárfestinga þeirra á sama tímabili?
    Óskað er eftir því að upplýsingar verði veittar fyrir hvert ár á tímabilinu, greindar niður á hvern sjóð. Þá er þess óskað að miðað sé við innlausnar- eða markaðsverð, svo að upplýsingar séu sem næst gildandi markaðsverði. Jafnframt er þess óskað að upplýsingar um heildartap verði flokkaðar í eftirfarandi flokka:
     1.      Innlend hlutabréf á almennum markaði – skráð í kauphöll.
     2.      Innlend hlutabréf á „gráum markaði“ – óskráð bréf.
     3.      Skuldabréf banka og sparisjóða.
     4.      Skuldabréf fyrirtækja.
     5.      Gjaldmiðlavarnarsamningar.
     6.      Innlendir skuldabréfasjóðir.
     7.      Innlendir hlutabréfasjóðir.
     8.      Erlend verðbréf.
     9.      Innlend veðskuldabréf.
     10.      Heildarfjárfestingar í fasteignum, þ.m.t.:
                  a.      bein og óbein fjárfesting lífeyrissjóða í fasteignum,
                  b.      skuldabréf/hlutabréf félaga eða sjóða sem fjárfesta í fasteignum,
                  c.      skuldabréf/hlutabréf félaga í fasteignarekstri.
     11.      Bein útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga vegna fasteigna.
     12.      Annað: Framtakssjóðir o.fl.


Skriflegt svar óskast.