Ferill 722. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjöl 1276  —  722. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.).

Frá Helga Hrafni Gunnarssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Við 2. efnismgr. 5. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um vinnslu persónuupplýsinga með notkun fjarfundabúnaðar hjá dómstólum gilda ákvæði IV. og V. kafla um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
     2.      Við 1. efnismgr. 6. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um vinnslu persónuupplýsinga með notkun fjarfundabúnaðar hjá dómstólum gilda ákvæði 17.–18. gr., IV. kafla, 29.–30. gr., 2. og 3. mgr. 39. gr., 41.–42. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 43. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.