Ferill 813. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1561  —  813. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðasjóð launa (framlenging hlutabótaleiðar).

Frá 2. minni hluta velferðarnefndar (HVH, AKÁ, GIK).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Við 2. mgr. c-liðar:
                      1.      Í stað orðanna „Þá skal vinnuveitandi staðfesta að hann hafi á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. maí 2023 ekki í hyggju“ í 3. málsl. komi: Hafi launamenn vinnuveitanda fengið greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli ákvæðis þessa að fjárhæð 50.000.000 kr. eða meira skal vinnuveitandi staðfesta að hann hafi ekki eftir 1. júní 2020 ákvarðað.
                      2.      Á eftir 3. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skuldbindi vinnuveitandi sig til þess að gera enga framangreinda ráðstöfun fyrir 1. janúar 2022.
                  b.      Í stað 1. málsl. 3. mgr. c-liðar komi fimm nýir málsliðir, svohljóðandi: Ákvæði þetta gildir um einstaklinga og lögaðila sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi á Íslandi og hófu starfsemina fyrir 1. febrúar 2020. Ákvæði þetta gildir ekki um einstaklinga eða lögaðila sem á undanförnum þremur árum hafa átt í fjárhagslegum samskiptum, beint eða í gegnum félag sem þeir eiga ráðandi hlut í, við hvers kyns félag, sjóð eða stofnun, sem telst hafa heimilisfesti í lágskattaríki, sbr. 57. gr. a laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Ákvæði þetta gildir ekki heldur um lögaðila ef raunverulegur eigandi hans hefur heimilisfesti á lágskattasvæði samkvæmt skilgreiningu sömu laga eða hefur á undanförnum þremur árum átt í fjárhagslegum samskiptum, beint eða í gegnum félag sem hann á ráðandi hlut í, við hvers kyns félag, sjóð eða stofnun á slíku svæði. Umsókn um stuðning samkvæmt ákvæðinu skal fylgja yfirlýsing viðkomandi einstaklings eða félags eða eftir atvikum raunverulegs eiganda um að skilyrði þessa ákvæðis séu uppfyllt. Lögaðila ber að upplýsa um raunverulega eigendur sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.
                  c.      Á eftir 4. mgr. c-liðar komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Vinnuveitanda er heimilt að endurgreiða Atvinnuleysistryggingasjóði að eigin frumkvæði þær atvinnuleysisbætur sem launamenn hans hafa fengið greiddar á grundvelli ákvæðis þessa án sérstaks álags. Gildir það ef Vinnumálastofnun hefur ekki hafið skoðun á því hvort skilyrði vinnuveitanda skv. 7. mgr. hafi verið uppfyllt eða ef skoðun er lokið og skilyrðin uppfyllt að mati Vinnumálastofnunar.
     2.      Á undan a-lið 2. gr. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „f- og g-liðar“ í 1. mgr. komi: a-, f- og g-liðar.