Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1733  —  390. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við breytingartillögu á þskj. 1722 [Lyfjalög].

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


    6. tölul. orðist svo: Á eftir 2. mgr. 33. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
    Lyfjastofnun er heimilt að veita leyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun. Lyfjastofnun skal birta lista á vef sínum yfir þau lyf, styrkleika og pakkningar sem heimilt er að selja samkvæmt ákvæði þessarar málsgreinar. Ákvæði b-liðar 40. gr. á einnig við um smásala sem selja lyf á grundvelli þessarar málsgreinar.