Ferill 780. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1790  —  780. mál.
Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni Hafrannsóknastofnunar.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir Hafrannsóknastofnun?
    Hafrannsóknastofnun starfar eftir lögum nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sjá slóð: www.althingi.is/lagas/nuna/2015112.html.
    Þá er einnig að finna ákvæði um lögbundin verkefni Hafrannsóknastofnunar í eftirfarandi lögum:
    Búnaðarlög nr. 70 frá árinu 1998, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/1998070.html
    Lög um fiskeldi nr. 71 frá árinu 2008, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2008071.html
    Lög um fiskrækt nr. 58 frá árinu 2006, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2006058.html
    Lög um lax- og silungsveiði nr. 61 frá árinu 2006, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2006061.html
    Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis nr. 13 frá árinu 2001, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2001013.html
    Lög um náttúruvernd nr. 60 frá árinu 2013, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2013060.html
    Lög um sjómannadag nr 20. frá árinu 1987, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/1987020.html
    Lög um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88 frá árinu 2018, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2018088.html
    Lög um stjórn fiskveiða nr. 116 frá árinu 2006, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2006116.html
    Lög um stjórn vatnamála nr. 36 frá árinu 2011, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2011036.html
    Lög um varnir gegn fisksjúkdómum nr. 60 frá árinu 2006, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2006060.html
    Lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79 frá árinu 1997, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/1997079.html
    Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá árinu 2004, sjá slóð:
     www.althingi.is/lagas/nuna/2004033.html

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna Hafrannsóknastofnunar og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Kostnaði er ekki deilt niður á hvert lögbundið verkefni í fjárlögum, heldur er gerð grein fyrir fjárheimildum vegna hvers málefnasviðs og málaflokks og þeim skipt niður í fjárveitingar til einstakra verkefna og ríkisaðila sem birtast í fylgiriti fjárlaga hverju sinni. Hafrannsóknastofnun heyrir undir málefnasvið 13 og málaflokk 13.20. Samkvæmt fylgiriti fjárlaga fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að stofnunin hafi til ráðstöfunar 4.151,6 millj. kr. til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. Skiptist framlagið annars vegar í 3.127,4 millj. kr. framlag úr ríkissjóði og hins vegar 1.024,2 millj. kr. rekstrartekjur.