Ferill 928. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2010  —  928. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um fjölda á biðlistum.


     1.      Hversu margir eru á biðlistum fyrir valfrjálsar aðgerðir nú og hversu margir voru á slíkum biðlistum á sama tíma sl. tvö ár?
    Tegundir valaðgerða eru fjölmargar og þær eru framkvæmdar á ýmsum aðgerðarstöðum. Embætti landlæknis kallar reglulega eftir gögnum um bið eftir völdum skurðaðgerðum. Stöðu á biðlistum eftir þeim aðgerðum má sjá í yfirlitstöflu sem fylgir með svari þessu en taflan sýnir fjölda á biðlista og biðtíma á sjö tilteknum tímapunktum. Fyrsti tímapunkturinn er frá febrúar 2018 en nýjustu tölur yfir valkvæðar aðgerðir miðast við gögn frá 1. júní 2020.
    Ýmiss konar takmarkanir á heilbrigðisþjónustu vegna COVID-19-faraldursins höfðu áhrif á framkvæmd valkvæðra skurðaðgerða, ífarandi rannsóknir og starfsemi innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem fram fer mat á þörf fyrir valkvæðar aðgerðir, svo sem á göngudeildum. Þessar takmarkanir hafa áhrif á tölur biðlistanna á þeim tíma sem takmarkana gætir og ekki er útséð um hversu mikil áhrifin af COVID-19-faraldrinum verða. Dæmi eru einnig um að umbeðin gögn hafi ekki borist í einhverjum tilvikum á þeim tímapunktum sem óskað var eftir. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að reikna með marktækum tölum fyrr en síðar.
    Fjölda á biðlista þarf líka að skoða í samhengi við fjölda framkvæmdra aðgerða á hverjum tíma og samanburð á milli ára ber að gera með þeim fyrirvara að aðgerðarkóðar sem liggja að baki ákveðnum aðgerðarflokkum kunna að hafa breyst.
    Þær stofnanir sem gögn í yfirlitstöflunni ná til eru: Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi, Klínikin Ármúla, Sjónlag, LaiserSjón, Gravitas.

     2.      Hversu lengi eru einstaklingar að jafnaði á biðlista fyrir valfrjálsar aðgerðir nú og hvernig var staðan á sama tíma sl. tvö ár?
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi einstaklingar hafa að jafnaði verið á biðlista fyrir valfrjálsar aðgerðir. Yfirlitstaflan yfir fjölda á biðlista og biðtíma sem fylgir með svari þessu sýnir hins vegar fjölda þeirra einstaklinga sem beðið hafa lengur en 3 mánuði, 6 mánuði, 9 mánuði og 12 mánuði, á sjö tilteknum tímapunktum frá febrúar 2018 til júní 2020.

     3.      Telur ráðherra sumarlokanir á heilbrigðisstofnunum hafa áhrif á þessa biðlista og ef svo er, með hvaða hætti?
    Heilbrigðisstofnanir þurfa að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann bæði til að nýta skurðstofur og mannafla sem best en ekki síður til að forgangsraða og tryggja að þeir einstaklingar sem eru í brýnustu þörfinni fyrir þjónustu fái þjónustu strax. Einnig þurfa sjúklingar oft tíma til að gera ráðstafanir áður en þeir geta gengist undir skurðaðgerð. Sumarfrí starfsmanna og áhrif þess á heildarstarfsemi heilbrigðisstofnana eru hluti af því skipulagi. Reynt er að haga skipulagi sumarfría þannig að nauðsynlegar sumarlokanir verði eins umfangslitlar og skammar og mögulegt er þannig að áhrif á biðtíma á biðlistum verði sem minnst. Ekki er þó unnt að útiloka einhver áhrif til lengingar á biðtíma eftir valaðgerð. Síðustu ár hafa biðlistar í sumum aðgerðarflokkum til að mynda verið lengri í október en í febrúar en það er þó ekki algilt


Yfirlitstafla.
Fjöldi á biðlista og biðtími 2018
febrúar
2018
júní
2018
október
2019
febrúar
2019
október
2020
febrúar
2020
júní
Skurðaðgerðir á augasteinum 1.085 1.049 1.427 1.128 1.114 1.137 1.345
Þar af lengur en 3 mánuði 417 441 616 515 400 633 902
Þar af lengur en 6 mánuði 145 301 392 328 67 4 215
Þar af lengur en 9 mánuði 73 107 255 245 59 0 5
Þar af lengur en 12 mánuði 49 65 114 93 58 0 2
Aðgerðir á hjartalokum 38 15 17 22 13 19 15
Þar af lengur en 3 mánuði 18 5 7 5 9 6 6
Þar af lengur en 6 mánuði 6 2 3 1 8 5 2
Þar af lengur en 9 mánuði 5 0 1 0 1 4 2
Þar af lengur en 12 mánuði 2 0 0 0 0 1 2
Kransæðaaðgerðir 3 6 4 2 2 1 3
Þar af lengur en 3 mánuði 0 1 0 0 0 0 0
Þar af lengur en 6 mánuði 0 0 0 0 0 0 0
Þar af lengur en 9 mánuði 0 0 0 0 0 0 0
Þar af lengur en 12 mánuði 0 0 0 0 0 0 0
Hjarta- og/eða kransæðamyndataka 101 80 96 116 157 102 80
Þar af lengur en 3 mánuði 7 7 8 15 38 30 18
Þar af lengur en 6 mánuði 2 5 6 8 9 16 10
Þar af lengur en 9 mánuði 1 5 6 7 7 9 8
Þar af lengur en 12 mánuði 0 3 5 6 7 8 7
Brennsluaðgerðir á hjarta 355 318 330
Þar af lengur en 3 mánuði 330 281 274
Þar af lengur en 6 mánuði 280 239 216
Þar af lengur en 9 mánuði 218 209 183
Þar af lengur en 12 mánuði 185 160 155
Úrnám hluta brjósts 10 13 11 12 18 19 7
Þar af lengur en 3 mánuði 1 2 2 2 3 0 1
Þar af lengur en 6 mánuði 1 1 2 2 2 0 0
Þar af lengur en 9 mánuði 1 1 2 2 2 0 0
Þar af lengur en 12 mánuði 1 1 2 2 1 0 0
Brjóstnám 17 15 23 35 54 42 23
Þar af lengur en 3 mánuði 6 3 5 8 25 16 12
Þar af lengur en 6 mánuði 4 2 2 0 15 11 7
Þar af lengur en 9 mánuði 4 1 0 0 7 4 7
Þar af lengur en 12 mánuði 1 1 0 0 2
Aðgerðir til brjóstaminnkunar 97 104 111 95 94 56 59
Þar af lengur en 3 mánuði 83 87 99 68 84 43 50
Þar af lengur en 6 mánuði 55 73 85 60 63 26 39
Þar af lengur en 9 mánuði 52 47 70 52 50 23 22
Þar af lengur en 12 mánuði 39 45 46 41 42
Endurgerð brjósts (brjóstauppbygging) 53 57 65 54 67 60 50
Þar af lengur en 3 mánuði 29 41 47 29 43 34 46
Þar af lengur en 6 mánuði 22 24 36 20 26 15 25
Þar af lengur en 9 mánuði 15 18 25 19 19 11 13
Þar af lengur en 12 mánuði 14
Aðgerðir v/vélindabakflæðis og þindarslits 40 33 41 35 52 51 53
Þar af lengur en 3 mánuði 26 17 27 23 41 38 45
Þar af lengur en 6 mánuði 21 8 15 13 22 29 34
Þar af lengur en 9 mánuði 12 4 9 12 5 21 26
Þar af lengur en 12 mánuði 11 3 4 5 3 7 18
Skurðaðgerðir á maga v/offitu 118 92 129 123 140 84 248
Þar af lengur en 3 mánuði 0 38 62 67 72 59 89
Þar af lengur en 6 mánuði 0 16 39 32 34 29 60
Þar af lengur en 9 mánuði 0 0 22 16 26 12 34
Þar af lengur en 12 mánuði 0 0 0 2 7 4 6
Gallsteinaaðgerðir 125 117 103 139 120 116 142
Þar af lengur en 3 mánuði 23 35 36 34 48 41 57
Þar af lengur en 6 mánuði 12 11 10 5 14 14 17
Þar af lengur en 9 mánuði 9 9 4 2 5 6 7
Þar af lengur en 12 mánuði 5 7 0 1 2 2 6
Valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna 207 130 146 139 140 57 81
Þar af lengur en 3 mánuði 128 58 58 51 86 16 33
Þar af lengur en 6 mánuði 79 31 29 28 48 1 7
Þar af lengur en 9 mánuði 55 26 17 18 27 0 2
Þar af lengur en 12 mánuði 38 19 7 8 15 0 0
Brottnám legs 115 69 82 92 123 89 86
Þar af lengur en 3 mánuði 57 28 34 31 52 15 35
Þar af lengur en 6 mánuði 38 14 20 13 26 1 3
Þar af lengur en 9 mánuði 26 11 8 9 16 1 2
Þar af lengur en 12 mánuði 16 6 1 6 8 1 2
Aðgerðir á blöðruhálskirtli 7 4 4 11 11 14 8
Þar af lengur en 3 mánuði 1 1 0 0 1 4 1
Þar af lengur en 6 mánuði 0 1 0 0 0 0 0
Þar af lengur en 9 mánuði 0 1 0 0 0 0 0
Þar af lengur en 12 mánuði 0 0 0 0 0 0 0
Brottnám hvekks um þvagrás (TURP) 56 43 46 37 49 35 35
Þar af lengur en 3 mánuði 26 23 24 14 26 20 19
Þar af lengur en 6 mánuði 6 15 16 7 18 15 12
Þar af lengur en 9 mánuði 6 9 10 6 12 13 9
Þar af lengur en 12 mánuði 5 3 7 5 10 10 9
Gerviliðaaðgerðir á mjöðm 397 364 346 336 393 320 356
Þar af lengur en 3 mánuði 239 214 237 210 247 198 252
Þar af lengur en 6 mánuði 146 132 144 119 157 107 147
Þar af lengur en 9 mánuði 84 63 87 74 89 66 72
Þar af lengur en 12 mánuði 50 26 43 33 42 31 34
Gerviliðaaðgerðir á hné 723 669 710 712 782 672 715
Þar af lengur en 3 mánuði 465 472 481 481 559 451 576
Þar af lengur en 6 mánuði 267 290 335 257 361 269 362
Þar af lengur en 9 mánuði 156 158 235 151 217 154 180
Þar af lengur en 12 mánuði 75 83 93 90 106 81 93