Ferill 989. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2054  —  989. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um áfangastaðastofur landshluta.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Hvað líður undirbúningi fyrir stofnun áfangastaðastofa landshluta?
     2.      Hvenær má gera ráð fyrir að þeim undirbúningi ljúki?
     3.      Er gert ráð fyrir því að landshlutasamtök sveitarfélaga komi að rekstri áfangastaðastofa?
     4.      Hvernig er gert ráð fyrir að starfsemi áfangastaðastofa landshluta verði fjármögnuð?


Skriflegt svar óskast.