Ferill 1002. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 2105  —  1002. mál.
Stjórnartillaga.Tillaga til þingsályktunar


um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar.


Frá forsætisráðherra.    Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 4. september 2020 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 1. október 2020.