Ferill 63. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 63  —  63. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um viðbrögð við ákvörðun pólskra sveitarfélaga um að lýsa sig „LGBT-laus svæði“.

Frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur.


     1.      Hvernig ætlar ráðherra að bregðast við því ef pólsk sveitarfélög sem fá fjármuni frá Íslandi, Noregi og Sviss í gegnum sjóði EES ákveða að vera yfirlýst „LGBT-laus svæði“? Hvernig mun ráðherra tryggja að fjárveitingar úr EES-sjóðum fari ekki til verkefna sem stuðla að andúð á LGBT-fólki heldur verndi grundvallarmannréttindi þeirra?
     2.      Hefur ráðherra komið á framfæri sjónarmiðum Íslands er varða ákvarðanir pólskra sveitarfélaga um að vera yfirlýst „LGBT-laus svæði“ en ætla má að slíkar yfirlýsingar stangist á við mannréttindasáttmála Evrópu sem bæði Ísland og Pólland hafa undirgengist?


Skriflegt svar óskast.