Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 68  —  68. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á laxafóðri.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hve mikið var flutt inn af fóðri til laxeldis frá 1. janúar 2015 til 30. september 2020, flokkað eftir mánuðum?
     2.      Í hvaða löndum var fóðrið framleitt og hversu mikið var framleitt í hverju landi, sundurliðað eftir fyrrgreindum árum?
     3.      Frá hvaða löndum var fóðrið flutt inn og hversu mikið var flutt inn frá hverju landi, sundurliðað eftir fyrrgreindum árum?
     4.      Sinna stjórnvöld eftirliti og rannsóknum á efnainnihaldi innflutts laxafóðurs? Ef svo er, með hvaða hætti?
     5.      Hversu hátt var hlutfall sojamjöls í innfluttu laxafóðri, sundurliðað eftir fyrrgreindum árum?


Skriflegt svar óskast.