Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 181  —  180. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um viðskiptahætti útgerða í þróunarlöndum.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hver er staðan á úttekt Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir, þar á meðal í þróunarlöndum, sem ráðherra hafði frumkvæði að og var meðal aðgerða sem ríkisstjórnin kynnti haustið 2019 til að auka traust á íslensku atvinnulífi?
     2.      Hefur ráðherra fullvissu fyrir því að FAO hafi fjárhagslegt bolmagn til að sinna þessari úttekt? Hefur Ísland lagt fjármagn til þeirrar vinnu?
     3.      Af hverju leitaði ráðherra til FAO með slíka úttekt frekar en til fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) sem hefur barist gegn spillingu og alvarlegri glæpastarfsemi innan fiskveiðigeirans á heimsvísu?
     4.      Var Ísland frá upphafi aðili að svokallaðri Kaupmannahafnaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 2018 um skipulagða alþjóðlega glæpastarfsemi í fiskiðnaði? Ef ekki, af hverju ekki? Hefur Ísland síðar gerst aðili að yfirlýsingunni? Ef svo er, hvenær og hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.