Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 287, 151. löggjafarþing 8. mál: þingsköp Alþingis (fjarfundir nefnda).
Lög nr. 120 11. nóvember 2020.

Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum (fjarfundir nefnda).


1. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nefndarmönnum er þó heimilt að taka þátt í nefndarfundi með notkun fjarfundarbúnaðar þegar sérstaklega stendur á, svo sem af heilsufars- eða sóttvarnarástæðum, vegna samgöngutruflana eða veikinda aðstandenda eða þegar fundir eru haldnir utan starfsáætlunar þingsins. Forföll og notkun fjarfundarheimildar skal tilkynna nefndarritara með eins góðum fyrirvara og unnt er.

2. gr.

     Við 2. málsl. 22. gr. laganna bætist: eða tekur þátt í fundi samkvæmt heimild í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. nóvember 2020.