Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 344  —  308. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um netnjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig hefur ráðuneytið brugðist við uppljóstrun þess efnis að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hafi nýtt aðgang sinn að dönsku fjarskiptaneti til að njósna um stofnanir og fyrirtæki í Danmörku og nágrannalöndum, í ljósi þess að báðir gagnasæstrengirnir sem tengja Ísland við Evrópu liggja um danskt yfirráðasvæði?
     2.      Hyggst Póst- og fjarskiptastofnun skoða málið sem alvarlegt atvik eða hættu sem ógnar öryggi net- og upplýsingakerfa?


Skriflegt svar óskast.