Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 474  —  154. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar.


     1.      Hefur ráðuneytið skilgreint hvaða störf sé hægt að vinna utan ráðuneytisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar? Ef svo er, hver eru þau störf?
    Fyrr á þessu ári hóf ráðuneytið vinnu við að skilgreina hvaða störf í ráðuneytinu væri mögulega hægt að vinna utan ráðuneytisins. Niðurstöðuna úr þeirri vinnu má sjá í eftirfarandi töflu en tekið skal fram að þessari vinnu er engan veginn lokið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hve mörg störf er nú þegar búið að ráða í utan höfuðborgarsvæðisins í samræmi við aðgerðaáætlun byggðaáætlunar?
    Ráðuneytið auglýsti á árinu tvö störf með möguleika á vinnu utan ráðuneytis. Ekki er búið að ráða í þessi störf en tæplega 40% umsókna komu utan af landi.

     3.      Hefur ráðuneytið mótað sér áætlun til að uppfylla kröfu byggðaáætlunar um að 5% auglýstra starfa skuli vera án staðsetningar fyrir árslok 2021 og 10% fyrir árslok 2024?
    Í ráðuneytinu er nú unnið að áætlun sem uppfyllir kröfu byggðaáætlunar um hlutfall auglýstra starfa sem skuli vera án staðsetningar en vönduð starfagreining er forsenda þess að hægt sé að móta raunhæfa stefnu í þessum málum.