Ferill 244. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 478  —  244. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um rannsóknir á veiðarfærum.


    Svörin byggjast á upplýsingum sem aflað var frá Hafrannsóknastofnun.

     1.      Hversu miklum fjármunum varði Hafrannsóknastofnun árlega til veiðarfærarannsókna á árunum 2006–2020?
    Ekki liggja fyrir upplýsingar varðandi 2006–2008 en nokkuð góðar heimildir eru til fyrir árabilið 2009–2020. Á því tímabili var um 870 milljónum kr. varið til veiðarfærarannsókna, mest til rannsókna á kjörhæfni. Hafa ber í huga að í sumum tilfellum var umtalsverður afli í rannsóknunum og sala á þeim afla lækkaði kostnað talsvert. Vegna áherslubreytinga í rannsóknum stofnunarinnar hefur á síðustu árum verið dregið úr rannsóknum á eiginleikum veiðarfæra en aukin áhersla sett í staðinn á rannsóknir á umhverfisáhrifum veiða og veiðarfæra.

    Árið 2009 – 129,0 milljónir kr.
    Árið 2010 – 79,4 milljónir kr.
    Árið 2011 – 76,6 milljónir kr.
    Árið 2012 – 144,2 milljónir kr.
    Árið 2013 – 103,4 milljónir kr.
    Árið 2014 – 32,7 milljónir kr.
    Árið 2015 – 99,3 milljónir kr.
    Árið 2016 – 118,8 milljónir kr.
    Árið 2017 – 24,7 milljónir kr.
    Árið 2018 – 32,2 milljónir kr.
    Árið 2019 – 15,8 milljónir kr.
    Árið 2020 – 10,4 milljónir kr.

     2.      Hvaða verkefni sem lúta að rannsóknum á veiðarfærum hafa verið unnin á þessu árabili og hve miklir fjármunir voru veittir í hvert verkefni?
    Líkt og kemur fram í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar var uppbygging verkefnabókhalds Hafrannsóknastofnunar til 2008 með þeim hætti að ekki er hægt að svara með beinum hætti hversu miklum fjármunum var varið til veiðarfærarannsókna. Hér á eftir eru talin upp þau verkefni sem unnið var að á árunum 2009 til 2020. Kostnaður er í milljónum kr.

Verkefni Kostnaður
Áhrif dragnótaveiða á lífríki botnsins 5,0
Fiskvali (samstarfsverkefni með Stjörnu-Odda) 4,0
Kjörhæfni við humar og rækjuveiðar 45,2
Kjörhæfni við humarveiðar 100,4
Kjörhæfnis- og skiljurannsóknir 349,7
Langtímaáhrif vatnsþrýstiplógs á lífríki botns 4,7
Lífslíkur þorsks í línu- og handfærabrottkasti 1,0
Myndataka af botnvörpum 2,1
Möskvasmug og meðaflaskilja í flotvörpu 41,2
NEPNET – Veiðitækni humar 2,3
Ný tækni til grásleppuveiða 5,2
Ný tækni til umhverfisvænni skelveiða 30,5
OptiGear (samkeyrsla upplýsinga) 4,5
Optipot marine – Þróun á gildrum 1,3
Rannsóknir á leiðigildrum 79,6
Samanburður á krókastærðum við línuveiðar 16,8
Tegundagreining við fiskveiðar í botnvörpu 84,3
Umhverfisvænar veiðar, Ljósvarpa 84,2
Veiðni flotvörpu 4,5
Samtals 866,5

     3.      Hversu margar ritrýndar greinar um veiðarfæri eftir sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar hafa birst í alþjóðlegum vísindaritum á framangreindu árabili, hver er titill greinanna og hvar birtust þær?
    Sjö ritrýndar greinar hafa birst á tímabilinu. Það segir hins vegar ekki alla söguna því rannsóknirnar hafa nýst við breytingar á reglugerðum, verið birtar í skýrslum Alþjóðahafrannsóknaráðsins og FAO.
          Haraldur A. Einarsson, Zhaohai Chengb, Shannon M. Bayse, Bent Herrmann, Paul D. Winger. 2020 Comparing the size selectivity of a novel T90 mesh codend to two conventional codends in the northern shrimp (Pandalus borealis) trawl fishery. Aquaculture and Fisheries. doi.org/10.1016/j.aaf.2020.09.005.
          Zhaohai Cheng, Paul D. Winger Paul, Shannon M. Bayse, Gebremeskel Eshetu Kebede, Harold DeLouche, Haraldur Arnar Einarsson, Michael V. Pol, David Kelly, and Stephen J. Walsh. 2020. T90 codends improve size selectivity in the Canadian redfish (Sebastes mentella) trawl fishery. Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Scienses doi.org/10.1139/cjfas-2020-0063.
          Gebremeskel Eshetu Kebede, Paul D.Winger, Harold DeLouche, George Legge, Zhaohai Cheng, David Kelly, Haraldur Einarsson. Flume tank evaluation of the hydrodynamic lift and drag of helix ropes compared to conventional ropes used in midwater trawls. Ocean Engineering 195 (2020). 106674. doi.org/10.1016/j.oceaneng.2019.106674.
          Zhaohai Cheng, Haraldur Arnar Einarsson, Shannon Bayse, Bent Herrmann, Paul Winger. Comparing size selectivity of traditional and knotless diamond-mesh codends in the Iceland redfish (Sebastes spp.) fishery. Fisheries Research (2019). Volume 216.
          Ólafur Arnar Ingólfsson, Haraldur Arnar Einarsson, Svein Løkkeborg. The effects of hook and bait sizes on size selectivity and capture efficiency in Icelandic longline fisheries. Fisheries Research (2017). Volume 191.
          Ingólfsson, T. A. (2011). The effect of forced mesh opening in the upper panel of a nephrops trawl on size selection of nephrops, haddock and whiting. Fisheries Research, 108(1), 218-222. doi:10.1016/j.fishres.2010.11.024.
          Ingólfsson, O. A., Soldal, A. V., Huse, I., & Breen, M. (2007). Escape mortality of cod, saithe, and haddock in a barents sea trawl fishery. ICES Journal of Marine Science, 64(9), 1836-1844. doi:10.1093/icesjms/fsm150.