Ferill 300. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 541  —  300. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006 (tekjutengdar bætur).

(Eftir 2. umræðu, 9. desember.)


1. gr.

    Í stað orðanna „til 31. desember 2020“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XV í lögunum kemur: til og með 31. desember 2021.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XVI í lögunum:
     a.      Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2020“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 31. maí 2021.
     b.      Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 2. málsl. 9. mgr. kemur: 31. maí 2021.
     c.      Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 10. mgr. kemur: 31. maí 2021.
     d.      Í stað dagsetningarinnar „31. ágúst 2020“ í 11. mgr. kemur: 31. maí 2021.

3. gr.

    Í stað orðanna ,,á yfirstandandi bótatímabili skv. 29. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVIII í lögunum kemur: fyrir 1. júní 2020.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

5. gr.

    Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, með síðari breytingum: Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2021“ í 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: 1. júní 2021.