Ferill 391. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 544  —  391. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um fjölda lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.

     1.      Hversu margir lífeyrisþegar fengu skertar greiðslur almannatrygginga vegna fyrri búsetu erlendis á árunum 2015–2020?
     2.      Hversu margir þeirra voru búsettir í ríkjum utan EES fyrir flutninginn til Íslands og hversu margir voru búsettir í ríkjum innan EES fyrir flutninginn til Íslands? Af þeim sem búsettir voru í ríkjum innan EES hversu margir voru búsettir á Norðurlöndum?
     3.      Hversu margir lífeyrisþegar skv. 1. tölul. fá engar lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum í fyrra búsetulandi?
     4.      Hversu stórt hlutfall lífeyrisþega skv. 1. tölul. fær ekki greiðslur frá fyrra búsetulandi, þrátt fyrir að milliríkjasamningur sé í gildi milli Íslands og fyrra búsetulands?
     5.      Hversu margir lífeyrisþegar skv. 1. tölul. féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2015– 2020 sem miðast við allar skattskyldar tekjur í nóvember ár hvert:
                  a.      0–79.999 kr.,
                  b.      80.000–99.999 kr.,
                  c.      100.000–129.999 kr.,
                  d.      130.000–149.999 kr.,
                  e.      150.000–169.999 kr.,
                  f.      170.000–189.999 kr.,
                  g.      190.000–209.999 kr.,
                  h.      210.000 kr. eða hærri?
     6.      Hversu margir lífeyrisþegar voru með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007:
                  a.      undir 193.962 kr. árið 2015,
                  b.      undir 212.776 kr. árið 2016,
                  c.      undir 227.883 kr. árið 2017,
                  d.      undir 238.594 kr. árið 2018,
                  e.      undir 247.183 kr. árið 2019,
                  f.      undir 255.834 kr. árið 2020?
    Svör óskast sundurliðuð eftir árum, hópum lífeyrisþega (elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum) og búsetu (erlendis eða hérlendis).


Skriflegt svar óskast.