Ferill 414. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 614  —  414. mál.
Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um viðveru herliðs.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mikil var viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á árunum 2018–2020? Óskað er eftir að fram komi upphafs- og lokadagsetning viðveru hvers hóps, upprunaríki, fjöldi liðsmanna og tilefni viðveru.
     2.      Telur ráðherra að munur sé á fastri viðveru herliðs annars vegar og daglegri viðveru herliðs yfir lengri tíma hins vegar? Ef svo er, í hverju felst sá munur?


Skriflegt svar óskast.