Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 629  —  420. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um kynjahlutföll á skólaskrifstofum og við námsgagnagerð.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver eru kynjahlutföll á skólaskrifstofum sveitarfélaga þar sem sérfræðiþjónustu við grunnskóla er sinnt (sálfræðingar, uppeldisfræðingar, félagsráðgjafar og sérkennarar)?
     2.      Hver eru kynjahlutföll við námsgagnagerð, prófasamningu og stefnumörkun á vegum Menntamálastofnunar?
     3.      Eru í gildi jafnréttisáætlanir á þessum sviðum? Hefur ráðherra áform um að setja slíkar áætlanir þar sem þær kynni að vanta?


Skriflegt svar óskast.