Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 841  —  440. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19-faraldursins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu hátt hlutfall starfsmanna ráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að hluta eða öllu leyti vegna COVID-19-faraldursins?

    Allt starfsfólk ráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum að hluta til eða að öllu leyti utan ráðuneytisins vegna COVID-19 faraldursins. Starfsfólki hefur verið skipt í þrjú teymi. Tvö þeirra skiptast á mætingu á aðalskrifstofu ráðuneytisins miðað við samkomutakmarkanir hverju sinni. Nú starfa teymin til skiptis hluta vikunnar innan átta sóttvarnarhólfa. Þriðja teymið vinnur alfarið utan ráðuneytisins. Teymisskiptingin á við um allt starfsfólk aðalskrifstofu ráðuneytisins í Reykjavík nema öryggisvakt. Starfsfólk ráðuneytisins á landsbyggðinni sinnir sínum störfum í fjarvinnu eða staðvinnu, einnig eftir því hvernig aðstæður og samkomutakmarkanir eru hverju sinni.
    Í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi sinnti um 75–85% starfsfólks starfi sínu alfarið utan ráðuneytisins. Starfsfólki sem sinnti borgaraþjónustu var skipt í teymi sem skiptist á að mæta samkvæmt sérstakri vaktaáætlun. Í annarri og þriðju bylgju faraldursins hefur að jafnaði um 20% starfsfólks sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að öllu leyti. Annað starfsfólk hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins samkvæmt teymisskiptingu.
    Starfsfólk sendiskrifstofa hefur að langmestu leyti þurft að vinna utan starfsstöðva síðustu mánuði vegna aðstæðna í gistiríkjum. Ekki er fyrirséð að sú staða breytist á næstu vikum, en í nokkrum ríkjum gæti það dregist fram eftir ári.

    Alls fóru fimm vinnustundir í að taka þetta svar saman.