Ferill 517. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 868  —  517. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um lóðarleigu í Reykjanesbæ.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hve margar lóðir á ríkissjóður undir íbúðarhúsnæði annars vegar og hins vegar undir atvinnuhúsnæði í Reykjanesbæ?
     2.      Hve margar þeirra eru byggðar og hve margar óbyggðar?
     3.      Hver er lóðarleiga sem hlutfall af lóðarverðmæti vegna lóða í eigu ríkisins í Reykjanesbæ? Er sú leiga sambærileg við leigu sem einkaaðilar á svæðinu og Reykjanesbær innheimta?
     4.      Hvað innheimtir ríkissjóður að meðaltali í lóðarleigu í krónum talið í Reykjanesbæ fyrir
                  a.      einbýlishús,
                  b.      raðhús,
                  c.      fjölbýlishús skipt eftir helstu stærðum fjölbýla?
     5.      Hver var hækkun lóðarleigu hvers flokks húsnæðis milli ára árin 2017–2020?
     6.      Hve háar voru leigutekjur ríkissjóðs ár hvert í Reykjanesbæ árin 2017–2020 vegna lóða í eigu hans og hver verður hún árið 2021?
     7.      Innheimtir ríkissjóður lóðarleiguna í Reykjanesbæ beint eða er hún innheimt af innheimtuaðila og þá hverjum? Hve mikið er þeim aðila greitt árlega í innheimtuþóknun?


Skriflegt svar óskast.